Þórarinn Ingólfsson

Þórarinn er fæddur í Reykjavík þann 13.apríl 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1982 og embættisprófi við Læknadeild Háskóla Íslands árið 1989. Hann hlaut lækningaleyfi árið 1990 og starfaði sem heilsugæslulæknir á Siglufirði árin 1990-1993. Hann stundaði sérnám í heimilislækningum í Noregi og fékk sérfræðileyfi árið 1995. Hann var sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Álasundi í Noregi með rekstarsamning við sveitarfélagið árin frá 1994-2005. Samhliða því var hann þyrlulæknir í herdeild 330 í norska flughernum árin 1996-1999. Frá árinu 2005 hefur Þórarinn starfað sem heimilislæknir við Heilsugæsluna í Efra-Breiðholti. Þórarinn hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir heimilislækna bæði hérlendis og erlendis.