Gjaldskrá

Velferðarráðuneytið hefur með “Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna” sem gekk í gildi 1. janúar 2019, ákveðið eftirfarandi greiðslur þeirra fyrir þjónustu heilsugæslunnar.

Gjaldskrá fyrir sjúkratryggða

Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara á dagvinnutíma, kl. 8:00 – 16:00,
almennt gjald 1.200 kr.

Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara utan dagvinnutíma,
almennt gjald 3.100 kr.

Vitjun læknis á dagvinnutíma, kl. 8:00 – 16:00,
almennt gjald 3.400 kr.

Vitjun læknis utan dagvinnutíma,
almennt gjald 4.500 kr.

Börn undir 18 ára aldri, börn með umönnunarkort, lífeyrisþegum og þeir sem koma vegna mæðraverndar greiða ekki.

Rannsóknir og greiningar

Rannsókn með beiðni til rannsóknarstofu,
almennt gjald 2.700 kr.

Krabbameinsleit,
almennt gjald 4.700 kr.

Önnur þjónusta
Auk komugjalda skulu sjúkratryggðir 18 ára og eldri, aldraðir og öryrkjar greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:
Þungunarpróf, 170 kr.
Streptokokkarannsóknir, 330 kr.
Lyfjaleit í þvagi, 850 kr.
CRP (C-reaktíft prótein), 1.200 kr.
HbA1c (glýkósýlerað hemóglóbín), 2.300 kr.
Berklapróf (Mantoux), kostnaðarverð/innkaupsverð. sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
Lykkja (T), 3.300 kr.
Hormónalykkja, kostnaðarverð/innkaupsverð. sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
Ofnæmispróf (prick húðpróf), kostnaðarverð/innkaupsverð. sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
Pokar vegna blóðaftöppunar, 1.300 kr.

Námskeið

Námskeið fyrir verðandi foreldra:
Námskeið um undirbúning fæðingar, 10.900 kr, fyrir báða foreldra/par
Námskeið fyrir verðandi tvíburaforeldra, 10.900 kr. fyrir báða foreldra/par
Fræðsla um brjóstagjöf, 6.100 kr. fyrir par, 3.100 kr. fyrir einstakling
Heilsan mín – meðgangan: heilsunámskeið fyrir barnshafandi konur í yfirvigt. 0 kr.
Uppeldisnámskeið fyrir foreldra og færniþjálfunarnámskeið fyrir foreldra og börn:
Uppeldisnámskeið fyrir foreldra, 10.600 kr. fyrir eitt foreldri og 13.100 kr. fyrir báða foreldra.
Uppeldis- og foreldrafærninámskeið fyrir foreldra barna með ADHD, 11.900 kr. fyrir eitt foreldri og 15.800 kr. fyrir báða foreldra.
Snillingarnir – færniþjálfunarnámskeið fyrir 8–10 ára börn með ADHD, 10.900 kr.
Klókir krakkar – meðferðarnámskeið fyrir börn með kvíða og foreldra þeirra, 15.800 kr. fyrir barn og foreldri
Vinasmiðjan – færniþjálfunarnámskeið fyrir börn á einhverfurófi, 12.500 kr.

Gjaldskrá fyrir ósjúkratryggða

Komur
Fyrir komu á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 10.000 kr.
Fyrir komu á heilsugæslustöð vegna mæðra- og ungbarnaverndar, 10.000 kr.
Fyrir komu á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma,
þ.e. milli kl. 16:00 og 8:00 og á laugardögum og helgidögum, 14.800 kr.

Vitjanir
Fyrir vitjun læknis á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 21.200 kr.
Fyrir vitjun læknis á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma, 26.300 kr.
Fyrir vitjun annarra en lækna á heilsugæslustöð, 10.800 kr.

Önnur þjónusta
Auk komugjalda skulu ósjúkratryggðir greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:
Þungunarpróf 840 kr.
Streptokokkarannsóknir 990 kr.
CRP (C-reaktíft prótein) 1.300 kr.
HbA 1c (glýkosýlerað hemóglóbín) 2.300 kr.
Lyfjaleit í þvagi 3.000 kr.
Lykkja (t) 8.200 kr.
Hormónalykkja sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
Berklapróf – Mantoux (Tuberkulin) sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega

Læknisvottorð

Vottorð vegna fjárhagslegrar aðstoðar við fötluð og sjúk börn, 0 kr.
Vottorð vegna endurhæfingarlífeyris, 0 kr.
Örorkuvottorð vegna lífeyristrygginga, 0 kr.
Örorkuvottorð vegna slysatrygginga, 0 kr.
Vottorð um fjarvistir nemenda úr skólum, 610 kr.
Framhaldsvottorð vegna slysatrygginga, 650 kr.
Áverkavottorð vegna slysatrygginga, 1.400 kr.
Læknisvottorð vegna beiðni um þjálfun, 1.400 kr.
Læknisvottorð vegna öflunar hjálpartækja, 1.400 kr.
Læknisvottorð vegna lengingar fæðingarorlofs, 1.400 kr.
Læknisvottorð vegna hreyfihömlunar (uppbót v. reksturs bifreiðar), 1.400 kr.
Læknisvottorð vegna heimahjúkrunar, 1.400 kr.
Læknisvottorð vegna vistunar sjúklings erlendis, 1.400 kr.
Læknisvottorð vegna umsóknar um lyfjaskírteini, 1.400 kr.
Vottorð vegna sjúkranudds, 1.400 kr.
Læknisvottorð vegna sjúkradagpeninga, 1.400 kr.
Læknisvottorð vegna ferðakostnaðar innanlands, 1.400 kr.
Læknisvottorð vegna umsóknar um styrk og uppbót til kaupa á bifreið fyrir fatlaða, 1.400 kr.
Vottorð vegna bóta úr slysa- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, án greinargerðar, 1.400 kr.
Vottorð um fjarvistir til atvinnurekenda, 2.000 kr.
Vottorð um heilsufar nemenda til skóla, leikskóla og sumarbúða, 2.000 kr.
Vottorð um ónæmisaðgerðir og alþjóðaónæmisskírteini, 2.000 kr.
Vottorð um undanþágu til bílbeltanotkunar, 2.000 kr.
Vottorð vegna dagmóðurstarfa, 2.000 kr.
Vottorð vegna endurgreiðslu ferðakostnaðar, s.s. ferðarofs og til skattayfirvalda, 2.000 kr.
Vottorð vegna veitingar ökuleyfis, 2.000 kr.
Vottorð vegna fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða, skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.700 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Vottorð vegna umsókna um örorkubætur til lífeyrissjóða skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.700 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Vottorð um heilsufar eða vinnufærni vegna umhverfis eða atvinnu, þ.m.t. vegna atvinnuréttinda, 5.600 kr.
Vottorð vegna byssuleyfis, 5.600 kr.
Vottorð vegna skóla erlendis, 5.600 kr.
Vottorð til lögmanna og tryggingarfélaga vegna sjúkdóma eða slysa skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.700 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Vottorð til lögreglu og sýslumanna vegna dvalar- og/eða atvinnuleyfa hér á landi og dvalar eða starfa erlendis, skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.700 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Vottorð vegna ættleiðinga, skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.700 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.