Mæðravernd

Mæðravernd er eftirlits- og forvarnaþjónusta sem allar verðandi mæður eiga kost á. Í mæðravernd felst eftirlit með heilbrigði móður og barns m.a. í því að greina áhættuþætti meðgöngu á byrjunarstigi og bregðast við þeim. Einnig er leitast við að stuðla að auknu öryggi og vellíðan foreldra og búa þá undir foreldrahlutverk sitt með fræðslu og ráðgjöf um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Þjónustan er í samræmi við klínískar leiðbeiningar Embættis landlæknis um meðgönguvernd.

Sjá nánar hér