Aðgengi

Kjarnastarfsemi Heilsugæslunnar Höfða er læknismóttaka, hjúkrunarmóttaka, ungbarna- og mæðravernd og forvarnir. Við teljum mikilvægt fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar að veita góðan aðgang og samfellu í þjónustu.

-Panta má tíma á stofu í síma 591-7000 eða í vefbókun Heilsuveru.

-Skjólstæðingar sem hafa skráðann heimilislækni geta bókað tíma hjá sínum heimilislækni.

-Skjólstæðingar sem ekki hafa skráðann heimilislækni geta bókað tíma hjá almennum læknum heilsugæslustöðvarinnar.

-Skjólstæðingar geta bókað tíma hjá hjúkrunarfræðing.

-Skjólstæðingar geta bókað 10 mín stutt viðtal  hjá lækni með sólarhringsfyrirvara sem ætluð eru fyrir eitt stutt erindi sem ekki geta beðið.

-Dagvakt og síðdegisvakt, skjólstæðingar geta hringt til að komast á dagvakt eða síðdegisvakt, hjúkrunarfræðingur metur í hvaða farveg erindið fer svo skjólstæðingar fái bestu faglegu afgreiðslu á erindi sínu hverju sinni.

-Skjólstæðingar geta óskað eftir lyfjaendurnýjun í síma frá kl. 9-14

Heilsuveru er hægt að bóka tíma og biðja um lyfjaendurnýjun.