Aðgengi

Kjarnastarfsemi Heilsugæslunnar Höfða er læknismóttaka, hjúkrunarmóttaka, ungbarna- og mæðravernd og forvarnir. Við teljum mikilvægt fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar að veita skjótan aðgang og samfellu í þjónustu.

-Skjólstæðingar geta bókað tíma hjá sínum heimilislækni eða öðrum almennum læknum heilsugæslustöðvarinnar.

-Skjólstæðingar geta bókað tíma hjá hjúkrunarfræðing.

-Skjólstæðingar geta bókað stutt viðtal hjá lækni með sólarhringsfyrirvara sem ætluð eru fyrir stutt erindi sem ekki geta beðið lengur en nokkra daga.

-Skjólstæðingar geta mætt á dagvakt milli 8-16 án tímabókana, þessi móttaka er eingöngu ætluð bráðum erindum og verður öðrum erindum vísað í viðeigandi farveg.

-Skjólstæðingar geta mætt á síðdegisvakt milli kl.16-17 án tímabókana, þessi móttaka er ætluð fyrir bráð erindi sem ekki geta beðið til næsta dags.

-Skjólstæðingar geta sent heilsugæslunni Höfða skilaboð í Heilsuveru og verður þeim svarað af starfsfólki stöðvarinnar.

-Skjólstæðingar geta bókað símatíma hjá hjúkrunarfræðing eða lækni en ráðlagt er að nýta heldur Heilsuveru og leggur starfsfólk heilsugæslunnar áherslu á að sinna þeim skilaboðum.

-Skjólstæðingar geta óskað eftir lyfjaendurnýjun í síma.

Heilsuveru er hægt að senda skilaboð, bóka tíma og biðja um lyfjaendurnýjun.