Hvernig Heilsugæsla ?

Heilsugæslan Höfða hyggst víkka út heilsugæsluþjónustu frá því sem tíðkast í dag. Kjarnastarfsemi Heilsugæslunnar Höfða verður ávallt læknismóttakan, hjúkrunarmóttakan, ungbarna- og mæðravernd og forvarnir. Við teljum mikilvægast fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar vera skjótur aðgangur og samfella í þjónustunni.

Opnunartími

Almennur opnunartími Heilsugæslunnar Höfða er frá kl. 8:00 til 16.00 alla virka daga. Morgunvakt er lokuð vegna Covid 19 faraldurs. Síðdegisvakt er milli kl. 16.00 og 17.00 Bóka þarf í tíma og á síðdegisvakt í síma 591-7000

Rannsóknir

Blóðtaka er alla daga frá kl. 8:00 -15:00, engin tímabókun. Beiðni frá lækni þarf að vera til staðar. Einnig verða almennar sýklarannsóknir, hjartalínurit, öndunarpróf og aðrar smárannsóknir framkvæmdar eins og þörf krefur.

Morgunmóttöku lokað frá og með 16.mars tímabundið.

Vegna neyðarstigs Almannavarna vegna Coronaveiru verður morgunmóttöku Heilsugæslunnar Höfða lokað tímabundið frá og með mánudegi 16.mars.
Við bendum fólki á að hafa samband símleiðis eða á Heilsuvera.is og við munum leysa úr málum og beina nauðsynlegum viðtölum á lágannatíma.

Bókað er á síðdegisvaktina.

Kær kveðja
Starfsfólk Heilsugæslunnar Höfða

Sýnatökubeiðni – Nýtt á heilsuvera.is

 

Nú er hægt að skrá sig í einkennasýnatöku vegna COVID-19 á  Mínum síðum Heilsuveru.

Nánari upplýsingar hér

heilsuvera.is