Hvernig Heilsugæsla ?

Heilsugæslan Höfða hyggst víkka út heilsugæsluþjónustu frá því sem tíðkast í dag. Kjarnastarfsemi Heilsugæslunnar Höfða verður ávallt læknismóttakan, hjúkrunarmóttakan, ungbarna- og mæðravernd og forvarnir. Við teljum mikilvægast fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar vera skjótur aðgangur og samfella í þjónustunni.

Opnunartími

Almennur opnunartími Heilsugæslunnar Höfða er frá kl. 8:00 til 16.00 alla virka daga. Síðdegisvakt er milli kl. 16.00 og 17.00

Rannsóknir

Blóðtaka er alla daga frá kl. 8:00 -16:00, engin tímabókun. Beiðni frá lækni þarf að vera til staðar. Einnig verða almennar sýklarannsóknir, hjartalínurit, öndunarpróf og aðrar smárannsóknir framkvæmdar eins og þörf krefur.

Embætti Landlæknis vinnur að breytingum á mínum síðum Heilsuveru.
Á meðan sú vinna fer fram verður lokað fyrir fyrirspurnir á mínum síðum en áfram opið fyrir rafrænar lyfjaendurnýjanir og tímabókanir og almennt netspjall www.heilsuvera.is

Netspjall á heilsuvera.is er opið frá 08:00 – 220:00 alla daga.
Símaráðgjöfa 1700 er opið allan sólarhringinn.

This will close in 10 seconds