Hvernig Heilsugæsla ?

Heilsugæslan Höfða hyggst víkka út heilsugæsluþjónustu frá því sem tíðkast í dag. Kjarnastarfsemi Heilsugæslunnar Höfða verður ávallt læknismóttakan, hjúkrunarmóttakan, ungbarna- og mæðravernd og forvarnir. Við teljum mikilvægast fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar vera skjótur aðgangur og samfella í þjónustunni.

Opnunartími

Almennur opnunartími Heilsugæslunnar Höfða er frá kl. 8:00 til 16.00 alla virka daga. Síðdegisvakt er milli kl. 16.00 og 17.00

Rannsóknir

Blóðtaka er alla daga frá kl. 8:00 -16:00, engin tímabókun. Beiðni frá lækni þarf að vera til staðar. Einnig verða almennar sýklarannsóknir, hjartalínurit, öndunarpróf og aðrar smárannsóknir framkvæmdar eins og þörf krefur.