Inflúenzubólusetning

Árleg bólusetning gegn inflúensu er hafin.

 

Bóluefnið inniheldur tvo A-stofna og einn B-stofn. A-stofnarnir eru A//Michigan/45/2015 (H1N1)pdm09 – líkur stofn, A/Singapore/INFMH-16-0019/2016 (H3N2) – líkur stofn. B-stofninn er B/Colorado/60/2017 – líkur stofn.

 

Forgangshópar sem fá bóluefni ókeypis en greiða venjulegt komugjald samkvæmt reglugerð:

  • Allir sem orðnir eru 60 ára
  • Börn og fullorðnir, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið.

Þungaðar konur

Inflúensa er veirusýking sem einkennist af háum hita, þurrum hósta, höfuðverk, beinverkjum, oft með hálssærindum og nefrennsli. Einkennin koma snögglega. Árviss faraldur af völdum inflúensu A og oftast einnig af völdum inflúensu B hefst oft í desember eða janúar, en stöku tilfelli greinast stundum fyrr. Gera verður ráð fyrir að upphaf inflúensufaraldurs geti verið allt frá október til mars. Inflúensufaraldur gengur oftast yfir á 2-3 mánuðum en stök tilfelli koma fyrir allt árið.
 

Hætta á alvarlegum fylgikvillum inflúensu er fyrst og fremst í forgangshópum meðal aldraðra og fólks með bælt ónæmiskerfi, en inflúensan leiðir á hverju ári til dauðsfalla meðal eldri borgara.

Bólusetning getur veitt a.m.k. 60-70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari . Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að sem flestir verði bólusettir, fyrst og fremst þeir sem tilheyra forgangshópum.

Bólusetning getur vel haft áhrif þó að inflúensufaraldur sé hafinn því einungis tekur um 1-2 vikur að mynda verndandi mótefni eftir bólusetningu. Fyrir frekari upplýsingar, hafðu þá samband við Heilsugæsluna Höfða.