Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum opnaði þann 1.september að Aðalgötu 60, 230 Reykjanesbæ og við stöðina eru eins og er 6 stöðugildi lækna, 4 stöðugildi hjúkrunarfræðinga , ein ljósmóðir og 2 heilbrigðisgagnafræðingar auk stoðþjónustu.
Kjarnastarfsemi Heilsugæslunnar Höfða Suðurnesjum er læknismóttaka, hjúkrunarmóttaka, ungbarna- og mæðravernd og forvarnir. Við teljum mikilvægt fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar að veita skjótan aðgang og samfellu í þjónustu.
➢ Panta má tíma á stofu í síma 591-7080 eða í vefbókun Heilsuveru.
➢ Skjólstæðingar sem hafa skráðan heimilislækni geta bókað tíma hjá sínum heimilislækni.
➢ Skjólstæðingar sem ekki hafa skráðan heimilislækni geta bókað tíma hjá almennum læknum heilsugæslustöðvarinnar.
➢ Skjólstæðingar geta bókað viðtalstíma hjá hjúkrunarfræðing.
➢ Skjólstæðingar geta bókað stutt viðtal hjá lækni samdægurs sem ætluð eru fyrir eitt stutt erindi sem ekki geta beðið.
➢ Það er opin dagvakt hjúkrunarfræðings og læknis frá kl. 8:00-15:00 fyrir bráð erindi sem þola ekki bið fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar.
➢ Skjólstæðingar geta sent Heilsugæslunni Höfða Suðurnesjum skilaboð í Heilsuveru og verður þeim svarað af starfsfólki stöðvarinnar. Skilaboð eru ekki fyrir bráð erindi.
➢ Skjólstæðingar geta bókað símatíma hjá hjúkrunarfræðing eða lækni en ráðlagt er að nýta heldur Heilsuveru.
➢ Skjólstæðingar geta óskað eftir lyfjaendurnýjun í síma.
➢ Í Heilsuveru er hægt að senda skilaboð, bóka tíma og biðja um lyfjaendurnýjun.
Við leggjum áherslu á samfellu í þjónustu og hægt er að skrá sig hjá föstum heimililækni hjá eftirfarandi læknum:
Brynja Steinarsdóttir
Brynjar Guðlaugsson
Oddur Þórir Þórarinsson
Vilhjálmur Pálmason
Skjólstæðingar geta annars bókað tíma hjá sama lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni sem þekkir til þeirra.
Almennur opnunartími Heilsugæslunnar Höfða er frá kl. 8:00 til 16.00 alla virka daga.
Dagvakt hjúkrunarfræðings og læknis frá kl. 08:00-15:00 fyrir bráð erindi sem þola ekki bið.
Síðdegisvakt er milli kl. 16.00 og 17.00 (Samdægursbókanir).
Lyfjabeiðnir sem berast fyrir hádegi eru afgreidd samdægurs.
HEILSUVERA.IS Hægt er að senda lyfjabeiðni, senda fyrirspurn og bóka tíma hjá lækni.