Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum

Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum opnaði þann 1.september að Aðalgötu 60, 230 Reykjanesbæ og við stöðina eru eins og er 6 stöðugildi lækna, 4 stöðugildi hjúkrunarfræðinga , ein ljósmóðir og 2 heilbrigðigagnafræðingar auk stoðþjónustu.

Kjarnastarfsemi Heilsugæslunnar Höfða Suðurnesjum er læknismóttaka, hjúkrunarmóttaka, ungbarna- og mæðravernd og forvarnir. Við teljum mikilvægt fyrir skjólstæðinga stöðvarinnar að veita skjótan aðgang og samfellu í þjónustu.

Vegna tæknilegra vandamála er ekki hægt að vefbóka eða senda heilsuveruskilaboð til okkar eins og er en það verður komið í lag á næstu dögum

-Panta má tíma í síma 591-7080 og eru bókanlegir tímar hjá læknum alla virka daga

Það er opin dagvakt hjúkrunarfræðings og læknis frá 8-16  fyrir bráðamál sem leysa þarf. Einnig eru hraðtímar hjá læknum sem bóka má  samdægurs milli kl 16-17 fyrir stutt erindi

Lyfjaendurnýjanir og bókun símtala fara einnig fram í síma 591-7080 þar til tæknimálin eru leyst.  

Við leggjum áherslu á samfellu í þjónustu, það er að segja að sjúklingar geti bókað tíma hjá sama lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni sem þekkir til þeirra.