Sigurveig Margrét Stefánsdóttir

Sigurveig Margrét er fædd í Reykjavík þann 16.apríl 1973. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1993 og embættisprófi frá læknadeild Kaupmannahafnarháskóla árið 2007. Hlaut almennt lækningaleyfi á Íslandi árið 2009 og lauk sérnámi í heimilislækningum á Íslandi í árslok 2014. Starfaði í fyrstu á Bráðadeild Landspítala og við trúnaðarlækningar en síðustu 2 ár á heilsugæslunni í Grafarvogi.