Sigurborg er fædd í Reykjavík þann 4. maí árið 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 1997 og útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2002. Á námsárunum vann Sigurborg meðal annars á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Hrafnistu í Hafnarfirði og fyrir Þroskahjálp. Frá árinu 2002 og til ársins 2017 hefur hún starfað á Hjartadeild 14EG á Landspítalanum við Hringbraut.