Ólafía Sólveig Einarsdóttir

Ólafía er fædd í Reykjavík árið 1978 og útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1998. Að loknu stúdentsprófi starfaði Ólafía við ýmis skrifstofu- og ritarastörf áður en hún hóf nám í hjúkrunarfræði. Hún lauk BSc gráðu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 2014 og útskrifaðist úr ljósmóðurfræði árið 2016. Ólafía vann á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH áður en hún hóf störf á Heilsugæslunni í Hlíðum við skólahjúkrun og mæðravernd þar til hún hóf störf á Heilsugæslunni Höfða.