Kristbjörg Magnúsdóttir

 

Kristbjörg er fædd í Reykjavík árið 1969 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990. Hún lauk B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1995. Útskrifaðist sem ljósmóðir 2001. Vann sem ljósmóðir í Hreiðrinu og Fæðingadeildinni á Landspítalanum á árunum 2001 til 2010. Hefur verið stundakennari í Ljósmóðurfræði Háskóla Íslands frá útskrift. Hefur unnið við heimafæðingar og mæðravernd frá 2005.