Jóhanna Ósk Jensdóttir

Jóhanna Ósk er fædd í Reykjavík þann 9.janúar 1978. Stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1998. Hún lauk embættisprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2006 og hlaut almennt lækningaleyfi 2008. Hún stundaði sérnám í heimilislækningum á Íslandi og hlaut sérfræðileyfi vorið 2014. Í sérnáminu starfaði hún lengst af á Húsavík. Hún lauk diplómanámi í Jákvæðri sálfræði frá EHÍ 2015. Síðustu tvö ár hefur hún starfað sem heimilislæknir á heilsugæslunni í Grafarvogi auk þess að vera starfandi trúnaðarlæknir Landspítalans.