Hanna Torp

Hanna er fædd árið 1980. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2000 og embættisprófi við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2009. Hún hlaut almennt lækningaleyfi 2010 og starfaði á ýmsum deildum Landspítala Háskólasjúkrahúss 2010-2013. Hún stundaði sérnám í heimilislækningum á Íslandi og hlaut sérfræðileyfi haustið 2016 og hefur frá árinu 2013 starfað á heilsugæslu Mosfellsbæjar.