Eva Mjöll er fædd á Akranesi árið 1984. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2004 og B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2009. Eva Mjöll starfaði við Heilsugæsluna á Akureyri 2009-2012 og sem hjúkrunarfræðingur á barnadeild Barnaspítala Hringsins 2012-2018. Eva Mjöll er jafnframt skyndihjálparkennari og kennir bæði almenningi fyrir Rauða Krossinn og leiðsögumönnum og björgunarsveitarfólki fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg.