Björk Bragadóttir

Björk er fædd í Reykjavík árið 1989. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 2009 og hóf þá nám í hjúkrunarfræði. Meðfram námi starfaði Björk á skilunardeild og lungnadeild Landspítalans en að námi loknu hóf hún störf á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og starfaði þar í þrjú ár eða þar til hún fór á Heilsugæsluna í Árbæ. Björk lauk meistarnámi í hjúkrunarfræði vorið 2015 og gerði lokaverkefni um athyglisdreifingu barna.