Sýnatökubeiðni – Nýtt á heilsuvera.is

Nú er hægt að skrá sig í einkennasýnatöku vegna COVID-19 á  Mínum síðum Heilsuveru.

Þetta gengur þannig fyrir sig að þú skráir þig inn á Mínar síður á heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum.

Þar smellir þú á COVID-19 flipann og velur skráningu í sýnatöku. Því næst hakar þú við í einkennalistanum og smellir á Senda.

Innan 5 mínútna berst svo svar  með strikamerki og nánari upplýsingum. Þú færð tilkynningu í SMS-i og nálgast upplýsingarnar undir Samskipti í Heilsuveru.

Hér fyrir ofan er skjámynd af skráningarforminu og neðar er skjámynd af staðfestingu.

Núna er kerfið stillt þannig að skráningar í sýntöku stoppa þegar búið er að biðja um 500 sýnatökur þann daginn. Ef það gerist opnast aftur fyrir skráningu á hádegi daginn eftir.

Þau sem geta ekki bókað tíma samdægurs fá skilaboð um að hafa samband við heilsugæsluna eða 1700 ef um alvarleg veikindi er að ræða. Þá bókar heilbrigðisstarfsmaður sýnatökuna.