Árni Scheving Thorsteinsson

Árni  er fæddur í Reykjavík 1962  Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík  1982 og  embættisprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands 1988.  Hann starfaði víða á Íslandi og í Svíþjóð næstu ár þar til hann hóf sérfræðinám í  heimilislækningum  við University of Massachusetts Medical Center  í Bandaríkjunum 1994.  Lauk þaðan sérfræðiprófi í heimilislækningum 1997 og starfaði næstu  ár sem sérfræðingur og leiðbeinandi við sama háskóla.  Hann stundaði  ársnám í stjórnun og kennslufræðum fyrir lækna  við University of  North Carolina  í Chapel Hill, NC.   Árni hóf störf  sem heimilislæknir á Íslandi árið 2000 og gegndi jafnframt  hlutastarfi við öldrunarheimili í Reykjavík.  Hann var yfirlæknir  á Heilsugæslu Seltjarnarnes og Vesturbæ frá árinu 2009 -2017.