Ungbarnavernd

Í ungbarna- og smábarnavernd er fylgst reglubundið með heilbrigði og framförum á þroska barna, andlegum, félagslegum og líkamlegum, frá fæðingu til skólaaldurs. Áhersla er lögð á stuðning við fjölskylduna og þannig stuðlað að því að börnum séu búin bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma. Mikilvægt er að uppgötva sem fyrst frávik hvað heilsufar og þroska varðar og gera viðeigandi ráðstafanir.

Ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur vitjar nýfæddra barna og fjölskyldna þeirra fyrstu vikurnar eftir fæðingu.  Fjöldi vitjana er mismunandi og tekur mið af þörfum hverrar fjölskyldu.

Að jafnaði eru heimsóknirnar tvær til þrjár fram að 6 vikna aldri barns. Að því loknu tekur við ungbarnavernd á Heilsugæslunni samkvæmt tilmælum Embættis Landlæknis.

Sjá nánar hér