Hreyfiseðill

Hreyfiseðillinn byggir á því að læknir ávísar hreyfingu sem meðferð, eða hluta af meðferð við þeim sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum sem verið er að fást við.

Læknir vísar skjólstæðingnum áfram til hreyfistjóra Hreyfiseðilsins sem hefur aðsetur á Heilsugæslustöðinni. Í komunni til hans eru möguleikar og geta til hreyfingar ræddir og metnir í sameiningu. Sett eru fram markmið og útbúin hreyfiáætlun sem byggir á fagþekkingu. Auk þess er 6 mínútna göngupróf framkvæmt og kennt hvernig skráning á hreyfingu er háttað.

Skráning er þá í höndum skjólstæðings og eftirfylgnin í höndum hreyfistjóra og læknis. Hreyfistjórinn fylgist reglulega með framvindu og gangi mála og læknirinn ákveður endurkomu til sín við útgáfu hreyfiseðilsins.