Þórarinn H Þorbergsson er Seyðfirðingur fæddur 1960. Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni, embættispróf frá Læknadeild Háskóla Íslands 1989. Almennt lækningaleyfi 1991. Sérfræðinám í heimilislækningum í Falun í Svíþjóð. SFAM próf 1996. Sérfræðiréttindi í heimilislækningum í Svíþjóð sem og á Íslandi 1998. Hann hefur áhuga á kennslumálum, tekið námskeið við University of Massachucetts 2001-2003 ( Teachers of Tomorrow ). Starfaði við Heilbrigðisstofnun Suðurlands 1998 til 2002, en frá 2002 til 2011 á Heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann hefur frá þeim tíma starfað í Svíþjóð (Stenungssund, Norrköping) sem og leyst af hér á landi, nú mest á Húsavík sem og í Vestmannaeyjum. Er kvæntur Unni E Jónsdóttur og eiga þau 4 börn. Meðal áhugamála er veiði, knattspyrna og bridge.