Lóa Rún Björnsdóttir

Lóa Rún er fædd í Reykjavík þann 6. ágúst 1988. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2008 og hlaut BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Samhliða námi í hjúkrunarfræði vann hún á meltingar- og nýrnadeild Landspítalans. Eftir útskrift hefur hún unnið á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.