Haukur Heiðar er fæddur árið 1982. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2002 og embættisprófi við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2008. Hann hlaut almennt lækningaleyfi 2009 og starfaði hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og á ýmsum deildum Landspítala Háskólasjúkrahúss árin 2008-2016. Hann stundaði sérnám í heimilislækningum á Íslandi og hlaut sérfræðileyfi vorið 2016. Hann starfaði sem sérfræðingur í heimilislækningum á Heilsugæslunni Sólvangi í Hafnarfirði frá 2016-2019.