Hafdís Rúnarsdóttir

Hafdis Rúnarsdóttir hefur víðtæka reynslu bæði sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún útskrifaðist sem ljósmóðir frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún hefur lengs af starfað hjá HVE á fæðingardeildinni á Akranesi og 10 ár við mæðravernd í Borgarnesi. Hún hefur tekið á móti yfir 500 börnum og einnig sinnt heimaþjónustum í Mosfellsbæ og nágrenni. Hún tók sér leyfi frá störfum 2013 fluttist til Hong Kong þar sem hún starfaði á einkarekinn ljósmæðraþjónustu Annerley í 2 ár. Hafdís mun starfa sem ljósmóðir í mæðravernd. Hún mun einng bjóða öllum konu upp á heima vitjun þar sem er farið yfir fæðingar upplifun. Einnig mun hún sinna foreldrafræðslu og vera með “pabba tíma”fyrir verðandi feður. Hafdís hlakkar til að taka til starfa á nýrri heilsugæslustöð og telur það forréttindi að vinna með foreldrum í öllu barneignar ferlinu.
Hafdís hefur mikinn áhuga á líkamsrækt og útiveru. Hún er gift Karli Friðriksyni famkvæmdastjóra NMI og eiga þau þrjú uppkomin börn og 4 barnabörn.