Agnes Björg Arngrímsdóttir

Agnes Björg Arngrímsdóttir er fædd á Akureyri 10. Maí  1974.  Hún útskrifaðist sem stúdent frá Framhaldsskólanum á Húsavík árið 1995.  Lauk prófi í þroskaþjálfun frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999.  Hefur starfað lengst af sem þroskaþjálfi frá því ári.  Árið 2012 útskrifaðist hún sem leiðsögumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi.  Frá því ári þá hefur hún starfað við leiðsögn og í móttöku á hótelum og á heilsugæslu.  Nú síðast á Heilsugæslu Seltjarnarness og Vesturbæjar frá 2015.