Sérhæfðar móttökur

Heilsugæslustöðin leggur áherslu á að skapa sér sérstöðu í þjónustu við skjólstæðinga sína og auka breidd í þjónustunni miðað við það sem nú tíðkast. Með því er átt við að stofna sérhæfð teymi sem fást við lífsstílssjúkdóma og langvinna sjúkdóma á einstaklingsgrunni og efla samstarf við þá aðila utan stöðvar sem fást við sjúkdóma sem hentar að fylgja eftir og meðhöndla í heilsugæslunni.

  • Sykursýkismóttaka: Teymið samanstendur af hjúkrunarfræðingi með sérþekkingu á sykursýki, heimilislækni, hreyfistjóra og næringarfræðingi eftir því sem við á fyrir valda sjúklinga. Teymisstjóri sér um árlega innköllun sjúklinga og í samráði við heimilislækni, eftirlit milli ársskoðana og þjónustu hreyfistjóra og sálfræðings eða næringarfræðings.
  • Meðferðarteymi barna með tilfinningavanda: Teymið samanstendur af sálfræðingi stöðvarinnar, læknum stöðvarinnar, hjúkrunarfræðingum og öðrum samstarfsaðilum
  • Eftirlitsteymi barna með truflun á virkni og athygli: Teymið samanstendur af heimilislækni og hjúkrunarfræðingi og verður teymi stofnað um hvert barn með ADHD og starfar í samráði við sérfræðing viðkomandi barns og sinnir eftirliti, mælingum og vandamálum sem upp kunna að koma.
  • Endurhæfingarteymi í samvinnu við Virk starfsendurhæfingu: Teymið samanstendur af læknum stöðvarinnar og aðilum frá Virk starfsendurhæfingu. Teymisstjóri er læknir stöðvarinnar.