Nýjungar

Eftirfarandi nýjungar verða innleiddar.

  • Allir skjólstæðingar stöðvarinnar munu hafa sinn persónulega heimilislækni. Í fjarveru hans mun staðgengill ávallt vera aðgengilegur. Fyrir aldraða með fjölþættan heilsuvanda verður viðkomandi einnig úthlutað teymi sem heldur utan um mál viðkomandi.
  • Morgunvakt þar sem ekki er þörf á að bóka tíma eða hringja „drop in“  milli kl 8.00-10.00 (Innskráning er til kl. 09.30) með  síðdegisvaktarsniði þar sem hjúkrunarfræðingur og læknir standa þessa vakt alla virka daga. Einnig verður boðið upp á síðdegisvakt milli kl. 16.00 og 17.00 án tímabókana. Þessar vaktir eru hugsaðar fyrir bráð og skyndileg veikindi. Þess fyrir utan verður öllum bráðatilvikum sinnt á opnunartíma stöðvarinnar milli kl. 8.00 og 16.00.
  • Auk hefðbundinna símatíma verða rafræn samskipti við skjólstæðinga stöðvarinnar efld gegnum heilsuvera.is Þetta gildir um alla þætti rafrænna samskipta í Heilsuveru, tímabókanir, lyfjaendurnýjanir og skilaboð milli skjólstæðinga og starfsmanna.